Námskeið í stjörnuskoðun

Sverrir Guðmundsson/22. maí 2010

Viltu komast í stjörnuskoðun?

Til þess að hafa samband við félagið upp á að komast í stjörnuskoðun eða biðja um heimsókn er best að senda skeyti á ssfs [hjá] astro.is. Skeytinu verður svarað við fyrsta tækifæri. Á Stjörnufræðivefnum er vefsíða með ábendingum fyrir kennara sem eru að skipuleggja stjörnuskoðun.

Stjörnuskoðunarstaðir

Í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi er aðsetur félagsins og fundarstaður. Inngangurinn sem við notum er á suðurhlið skólans sem snýr að íþróttavelli Gróttu.

Kaldársel fyrir innan Setbergshverfið í Hafnarfirði hefur lengi verið vinsæll staður til stjörnuskoðunar enda hefur Kaldársel þann kost að vera mjög nálægt byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Nálægðin veldur hins vegar því að ljósmengun spillir vesturhimninum en útsýni til suðurs og austurs er ágætt.

Við Grænavatn í Krýsuvík fyrir sunnan Hafnarfjörð er eftirlætis stjörnuskoðunarstaður félagsmanna. Þar ætlar félagið að reisa stjörnustöð og aðra aðstöðu fyrir félagsmenn. Það er um 15 mínútna akstur frá Hafnarfirði að stjörnuskoðunarstaðnumsem er sunnan við gamalt fjós sem sést á vinstri hönd á sléttlendinu sunnan Kleifarvatns.

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness - 600279-0339 - Valhúsaskóla v. Skólabraut, 170 Seltjarnarnes - ssfs [hjá] astro.is - mail.astro.is